Kannanakerfið
Við höfum þróað með viðskiptavinum félagsins öflugt rafrænt kannanakerfi sem tekur mið af þörfum viðskiptavina sem njóta stuðnings og aðstoðar okkar í sinni kannanavinnu.
Kosningar og fundir
Við bjóðum heildstæða þjónustu á sviði rafrænna kosninga og funda. Við þjónum einstaklingum og félögum af öllum stærðum og gerðum.
UM OKKUR
Outcome System leggur til bæði tækni og þekkingu í rafrænni kannanagerð og kosningum, auk stuðnings við fundi og ráðstefnuhald.
Fyrirtækið var stofnað af Þórði Höskuldssyni og Erlu Magnúsdóttur árið 2014 undir nafninu Könnuður til að þróa og selja hugbúnað til kannanagerðar. Kannanakerfið er í dag eini hugbúnaðurinn af þeirri gerð sem byggir á íslensku hugviti og tekur sérstaklega mið af þörfum samfélags og atvinnulífs.
Aukin eftirspurn eftir kosningaþjónustu á netinu varð til þess að fyrirtækið hóf vinnu að nýrri lausn til að mæta kröfum markaðarins. Kosninga- og fundaþjónusta á netinu varð því meðal meginviðfangsefna fyrirtækisins.
Kannanir, atkvæðagreiðslur og aðrar lausnir eru byggðar á eigin hugbúnaðarlausnum fyrirtækisins og þannig er hægt að mæta óskum og þörfum viðskiptavina og jafnvel þróa lausnir með einstökum viðskiptavinum.
OKKAR STEFNA
Það er okkar stefna að veita viðskiptavinum hágæða þjónustu við netkannanir og rafrænar kosningar, auk fjölbreytts stuðnings við rafræna fundi og ráðstefnuhald.
OKKAR GILDI
Áreiðanleiki
Þú getur treyst á okkur til þess að veita þínu fyrirtæki hágæða þjónustu og öruggar lausnir.
Sveigjanleiki
Við bjóðum upp á faglegar og sveigjanlegar lausnir sem við lögum að þörfum viðskiptavina.
Samfelld þróun
Við prófum og bætum lausnir okkar stöðugt til þess að mæta þörfum viðskiptavina.
HVER ERUM VIÐ
Þórður Höskuldsson
Stofnandi og framkvæmdastjóri
Erla Magnúsdottir
Stofnandi og fjármálastjóri
Florin Frentiu
Tæknistjóri